Nánar um DNA myglupróf.

  1. Sýnataka - skoðun - DNA myglupróf

    Skoðunaraðili kemur og tekur ryksýni, framkvæmir sjónskoðun, almennar loftgæðamælingar ásamt takmörkuðum raka- og/eða hitamyndum á helstu áhættusvæðum*, yfirfer og skoðar umhverfi og/eða teikningar af mannvirki í vefsjá áður en myglupróf fer fram.

  2. Greining

    Greining á ryksýni fer fram af þekktu og reynslumiklu líftæknifyritæki sem þróað hefur sértækar og viðurkendar qPCR myglupróf sem gera ýtarlega greinamun á utanaðkomandi örverum í ryki og þeirra sem vaxa innandyra vegna umgengni innan mannvirkis eða vegna rakaskemmdra byggingarhluta.

    Einkaleyfi er á aðferðinni sem er nánari viðbót við hefðbundinar qPCR DNA greiningar á ryki sem þróaðar eru út frá normalkúrfum og rannsóknum Hausgland og Vesper, 2001.

  3. Rýni

    Teymi innivistræðinga hjá einni af stærstu verkfræðistofum heims rýna og bera niðurstöður saman við gagnabanka frá Íslandi og eigin gagnabanka víðsvegar um Evrópu með niðurstöðum úr heilbrigðum rýmum og með þekkt rakavandamál af ýmsum toga.

  4. Niðurstöður

    Við mat á niðurstöðum er ekki einungis stuðst við fjölda tegunda eða magn örvera í sýni eins og í hefðbundnum normalkúrfu qPCR DNA greiningum á ryki. Greining fer fram á samsetningu einstakra tegunda og hópa og hvaða hlutverki myglusveppur sem vex vegna umgengni innandyra, skemmdra byggingarhluta og/eða nærumhverfi mannvirkis gegna í örveruflóru innilofts. Því getur sama svörun af ákveðnum örverutegundum haft minna eða meira vægi en aðrar innan matsins. Sumar tegundir finnast náttúrulega í ákveðnu magni  í rýmum sem teljast heilbrigð en gildin hafa þrátt fyrir það hlutverk innan matsins. Ákveðin gildi sumra tegunda í hlutfalli við önnur koma nánast einungis fram í miklu magni í húsnæði með þekkt rakavandamál. Matið er einnig byggt á gildum sem safnast hafa við rannsóknir á yfir 10.000 mannvirkjum með þekkt rakavandamál og örveruvöxt í samanburði við heilbrigð rými.

Umhverfisaðstæður í grennd við mannvirkið eru einnig lagðar til grundvallar matsins.

Innan greiningarteymisins er áratuga reynsla í ráðgjöf í innivist. Að skýrslugerð koma líftæknifræðingar, Innivistfræðingur og loftræsihönnuður. Teymið hefur framkvæmt hundruði greininga og myglupróf á Íslandi frá árinu 2017 og verkfræðistofur þeirra tugi þúsunda í Evrópu frá árinu 2007.

Greiningarvinnan er m.a. unnin eftir aðferðum sem sérfhæft líftækifyrirtæki hefur þróað sem viðbót við hefðbundnar qPCR DNA greiningar. Rannsakendur hafa því djúpa þekkingu og skilning á örverum í innilofti. Ásamt því rýna Innivistfræðingar niðurstöðurnar og gefa því aukið vægi. Stuðst er við danskar SBI handbækur og staðla á meðan Íslenskir staðlar eru í vinnslu sbr. þingsályktunartillögu alþingis frá árinu 2018.

Staðan

Á Íslandi eru ekki til samræmdir leiðarvísar til að meta ástand á húsnæði vegna rakaskemmda og myglu og heilsufarsáhrif og/eða heilsufarsvanda af þeirra völdum. Staða í Íslensku regluverki er í raun á byrjunarreit. Tillaga til þingsályktunar er að finna hér. Tillagan fjallar um um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum. Í þingsályktunartillögunni er vísað í danska staðla sem innivistfræðingar greiningarteymis vinna eftir og hafa verið gefnir út reglulega út sl. 30 ár.

  • Uppfært október 2020 - Önnur umræða er hafin sjá FERILL MÁLS